Skip to main content

Dagskrá Krafts í október

By 4. október 2019mars 25th, 2024Fréttir
Í október er vegleg dagskrá hjá Krafti. Nýtt jóganámskeið er að hefjast, FítonsKraftur býður upp á fjallahjól og hellaskoðun með Iceland Bike farm. StrákaKraftur og StelpuKraftur eru með hittinga og svo erum við með fund hjá AðstandendaKrafti sem er nýtt á nálinni fyrir alla aðstandendur einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Fræðslufyrirlestur um streitu og veikindi er á dagskránni og gönguferð með gönguhópnum Að klífa brattann og margt fleira. Sjá nánar í dagskránni hérna sem þú getur halað niður og smellt á viðburði sérstaklega til að fá nánari upplýsingar.
Vekjum einnig sérstaklega athygli á að NorðanKraftur byrjaði dagskrá sína nú í október og ef þú ert fyrir norðan þá mælum við eindregið með því að þú kynnir þér það starf en hér geturðu líka séð dagskrána hjá NorðanKrafti.