Skip to main content

Dagskrá Krafts í september

By 29. ágúst 2022nóvember 22nd, 2022Fréttir

Þessi vetur verður alveg hreint magnaður með fullt af flottum hittingum og fræðslu. Við byrjum á hinu stórkostlega Lífið er núna Festivali, StelpuKraftur, AðstandendaKraftur og NorðanKraftur eru mætt til leiks á ný. Að sjálfsögðu verðum við líka með göngu í september.

Sjá hér dagskrá Krafts í september sem PDF

Lífið er núna Festival

Nú eru bara nokkrir dagar í Lífið er núna festivalið sem verður 10. september en skráningu lýkur 1. september. Við erum að tala um æðislegan dag þar sem þú getur valið um alls konar vinnustofur og svo þrusu partý og veisla um kvöldið þar sem Jóhann Alfreð uppistandari stígur á stokk, og Stuðlabandið og DJ Atli Kanill verða í trylltu stuði. Skráningargjald er einungis 3.500 krónur og ALLT annað er þér að kostnaðarlausu. Skoðaðu dagskrána og skráðu þig strax í dag.

NorðanKraftur

Inga Bryndís, fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts hefur tekið við NorðanKrafti og verður hún með viðveru og viðtalstíma í húsnæði KAON á Akureyri einu sinni í mánuði. Að auki verða skemmtilegir viðburðir mánaðarlega á Akureyri og nágrenni. Sjá nánar hér.