Skip to main content

Dagskrá marsmánaðar

By 3. mars 2020mars 18th, 2024Fréttir

Stútfull dagskrá í marsmánuði og vekjum við sérstaklega athygli á Strákastund á Kexinu þar sem Matti Osvald markþjálfi og Þorri sálfræðingur munu stýra flottu kvöldi. Nokkrir félagsmenn greina frá sinni reynslu, Nonni Quest mun líka mæta á svæðið og gefa strákunum ráð um hvernig herramenn geta viðhaldið góðu skeggi og hári. Við bjóðum líka upp á skemmtilegt tónlistaratriði. Strákar- ekki láta þetta kvöld fram hjá ykkur fara.

Svo er náttúrulega perluviðburðir, FítonsKraftur, FítonsYoga og StelpuKraftur. Eins verðum við með skíðaferð á Akureyri og svo skellir FítonsKraftur sér líka í Bláfjöll næstu helgi.

Þú getur séð dagskrána hérna sem pdf og smellt á einstaka viðburði.

Við vekjum líka athygli á dagskrá NorðanKrafts á Akureyri og mælum við eindregið með því að þú kynnir þér það starf en hér geturðu líka séð dagskrána hjá NorðanKrafti.