Skip to main content

Dásamleg aðventustemning hjá Krafti

By 9. desember 2019mars 25th, 2024Fréttir

Fimmtudaginn 5. desember var hið árlega aðventukvöld Krafts haldið að Skógarhlíð 8. Þá gafst félagsmönnum kostur á að koma og njóta ánægjulegrar aðventustundar með fjölskyldu sínum og vinum.

Glæsileg dagskrá var í boði fyrir háa sem lága. Aðventukvöldið byrjaði með að Andri Snær Magnason las upp úr bók sinni, Tíminn og vatnið. Að því loknu var opnað fyrir drekkhlaðið veitingaborð þar sem fólk gat fengið sér ýmiskonar kræsingar. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson komu svo og sungu fyrir okkur falleg jólalög og loks rifnaði þakið af húsinu með hlátrasköllum þegar Ari Eldjárn skemmti gestum með uppistandi. Rúsínan í pylsuendanum var svo jólahappdrættið þar sem börn sem og fullorðnir gátu unnið glæsilega vinninga sem fyrirtæki og einstaklingar hafa gefið Krafti.

Um 150 manns komu á aðventukvöldið og var fólk einstaklega ánægt með þessa hátíðlegu og fallegu stund.

Kraftur vill nota tækifærið að þakka öllum þeim sem komu, þeim sem styrktu okkur með veitingum og vinningum og þeim sem að komu fram á kvöldinu. Vonandi eigið þið öll áfram dásamlega aðventu.

Hér má sjá svipmyndir frá aðventukvöldinu