Skip to main content

Eirberg gefur rausnarlega gjöf

By 1. nóvember 2018Fréttir

Það getur skipt sköpum að geta látið vel um sig fara þegar maður sjálfur eða ástvinur manns er  í krabbameinsmeðferð eða þarf að leggjast inn á krabbameinsdeild vegna veikinda sinna.

Kraftur leitaði til félagsmanna og spurðist fyrir hvað gæti gert þennan tíma bærilegri eða notalegri. Ofarlega í huga félagsmanna var að fá nudd endrum og sinnum. Kraftur hafði því samband við Eirberg úr varð að þau ákváðu að gefa krabbameinsdeildunum 6 herðanuddtæki til að hafa inn á deildunum.

Á myndinni má sjá Ásthildi og Þórunni taka við gjöfinni fyrir hönd krabbameinsdeilda Landspítalans ásamt Kristni Johnson framkvæmdastjóra og Huldu Hjálmarsdóttur frá Krafti.

Kraftur þakkar Eirberg fyrir þessa rausnarlegu gjöf í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda.

Nú mun vöðvabólgan ekki láta á sér kræla 🙂

Leave a Reply