Skip to main content

Eldhugar styrkja Neyðarsjóð Krafts

By 7. nóvember 2017Fréttir

Fyrir norðan á Akureyri um helgina komu þessar stöllur færandi hendi og styrktu Neyðarsjóð Krafts um 600.000 kr.
En þær eru forsprakkarnir í Fuck cancer liðinu í Wow-cyclathonu sem samanstóð af ungu fólki sem greinst hafði með krabbamein og aðstandendum og vandamönnum. Var styrkurinn ágóði af því sem liðið hafði safnað. Styrkurinn kemur sér vel þar sem hann mun hjálpa ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein til að niðurgreiða háan læknis- og lyfjakostnað. Útdeilt verður úr sjóðnum nú í nóvember.
Þúsund þakkir fyrir ykkar framlag til félagsins!

Leave a Reply