Skip to main content

Endurnærandi lífið er núna helgi á Ströndum

Það var góður hópur fólks sem lagði leið sína á Hótel Laugarhól í endurnærandi og ævintýralega helgi á Ströndum.

Þátttakendur lærðu að gera Paellu, fóru í gönguferðir, stunduðu yoga og settu sér markmið.

Einnig bauðst þátttakendum að fara í flot í sundlaug sem hópurinn hafði alveg út af fyrir sig ásamt heitum pottum.

Nú að ógleymdum kvöldvökunum sem eru ómissandi í svona ferðum.

Það fóru svo allir endurnærðir heim eftir galdradvöl á Ströndum á sunnudeginum.

Svona ferðir er ekki hægt að fara í nema fyrir endalausan velvilja hinna ýmsu einstaklinga og fyrirtækja og viljum við því þakka þeim kærlega fyrir ómetanlegt framlag.

Gulli Arnar bakari – Takk!

Esja – Takk, Bjarki og Hinni

Sælkeradreifing/Ísam –  Takk, Matti og Stefanía

Innnes – Takk, Kiddi Bjarna

Garri –  Takk, Kristleifur

Flothettur lánuðu okkur flot dót – Takk!

Primal Iceland lánuðu dýnur,bolta og kennara Takk!

Laugarhóll fyrir ást og umhyggju Viktoría og Hlynur, takk kærlega.

Bílaleiga Ak/Höldur – takk Reynir!