Skip to main content

Erum við að leita að þér?

By 17. febrúar 2025Fréttir

Framkvæmdastjóri Krafts

Nú leitum við eftir öflugum aðila í starf framkvæmdastjóra Krafts en um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf sem reynir á leiðtoga- og skipulagshæfni ásamt ástríðu fyrir málefninu.

Hlutverk framkvæmdastjóra er að tryggja faglega, markvissa og metnaðarfulla starfsemi félagsins í samstarfi við öflugt teymi starfsfólks, sjálfboðaliða, fagaðila, önnur hagsmunasamtök samtök, stjórnvöld og stjórn. Framkvæmdastjóri félagsins heyrir beint undir stjórn félagsins og ber ábyrgð á daglegum rekstri og framkvæmd stefnu þess. Nýr framkvæmdastjóri Krafts mun meðal annars bera ábyrgð á fjármálum félagsins, fjárhagsáætlun og rekstrarlegri sjálfbærni í samstarfi við stjórn. Hann þarf að geta sett sig inn í hin ýmsu málefni sem tengjast málaflokknum og eflt umræðu í samfélaginu í þágu félagsmanna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Daglegur rekstur og stefnumótun:

  • Framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og tryggir að hann sé í samræmi við lög, samþykktir félagsins og ákvarðanir stjórnar.
  • Tekur virkan þátt í stefnumótun félagsins í samstarfi við stjórn, leggur fram tillögur um þróun þjónustu og ný verkefni og ber ábyrgð á innleiðingu stefnu félagsins til að tryggja að starfsemin fylgi settum markmiðum.
  • Fer árlega yfir stefnu félagsins í samstarfi við stjórn til að meta árangur og tryggja að félagið sé á réttri leið.
  • Hefur yfirumsjón með skipulagi og stefnumótun þjónustu félagsins, þar á meðal jafningjastuðningi, fræðslu, félagsstarfi og kynningarmálum.

Starfsmannahald:

  • Sér um ráðningar, stýrir starfsmannahaldi og ber ábyrgð á faglegri þróun starfsfólks og sjálfboðaliða.
  • Tryggir að starfsfólk og sjálfboðaliðar starfi í samræmi við siðareglur félagsins.

Fjárhagsstjórn og fjáröflun:

  • Ber ábyrgð á fjármálum félagsins, fjárhagsáætlun og rekstrarlegri sjálfbærni í samstarfi við stjórn.
  • Tryggir að fjáröflunarstefnu félagsins sé framfylgt og styður við starf Fjáröflunarstjóra í þróun fjáröflunarverkefna, styrktarsamninga og samstarfs við styrktaraðila.
  • Kynnir stjórn fjárhagsstöðu ársfjórðungslega og vinnur að gerð ársreiknings með gjaldkera félagsins.

Hagsmunagæsla og samstarf:

  • Tryggir að hagsmunum félagsmanna sé fylgt eftir gagnvart opinberum aðilum.
  • Styrkir og viðheldur tengslum við Landspítala, stjórnvöld, önnur krabbameinsfélög og hagsmunaaðila.
  • Þarf að geta sett sig inn í hin ýmsu málefni sem tengjast málaflokknum og eflt umræðu til muna í samfélaginu.
  • Er talsmaður félagsins og tryggir sýnileika þess í samfélaginu.
  • Viðheldur samstarfi og reglulegum samskiptum við systurfélög erlendis til að miðla þekkingu, deila reynslu og efla þróun starfseminnar.

Fundir og skýrslugjöf:

  • Undirbýr stjórnarfundi ásamt formanni stjórnar og situr fundi með umræðu- og tillögurétt.
  • Skrifar ársskýrslu í samstarfi við formann fyrir aðalfund.
  • Undirbýr aðalfund og heldur öllum sem að honum koma upplýstum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Reynsla af stjórnunarstörfum, verkefnastjórnun eða rekstri.
  • Afburðar færni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
  • Þekking á fjármálastjórnun og fjáröflun.
  • Reynsla eða þekking á málaflokknum, t.d. stuðningi við ungt fólk með krabbamein, aðstandendur eða skyldum heilbrigðis- og velferðarmálum, er mikilvæg.
  • Reynsla af markaðs- og kynningarmálum.
  • Þekking eða reynsla af starfi innan félagasamtaka er kostur.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um inni á Alfreð.
Nánari upplýsingar veitir Jens Bjarnason tengiliður stjórnar í síma 6234500 eða á netfanginu jens@kraftur.org
Close Menu