Skip to main content

Erum við að leita að þér?

By 29. júlí 2022Fréttir

Kraftur, stuðningsfélag  leitar að drífandi einstakling með hjarta fyrir málstaðnum í tímabundið starf framkvæmdastjóra félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun Krafts
  • Hrinda í framkvæmd stefnu félagsins í samstarfi við stjórn
  • Yfirumsjón með kynningar- og markaðsstarfi
  • Yfirumsjón með hagsmunagæslu og fræðslu
  • Mannauðsstjórnun
  • Skipulagning og vinna við fjáröflun
  • Verkefnastjórnun á viðburðum/dagskrá félagsins.
  • Ábyrgð á áætlanagerð og fjármálastjórn
  • Undirbúningur stjórnarfunda og þátttaka
  • Önnur verkefni í samræmi við stjórn

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
  • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti
  • Reynsla af fjáröflun er kostur
  • Reynsla af störfum fyrir félagasamtök er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Hjarta fyrir málstað Krafts

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst næstkomandi.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarlegt kynningarbréf og starfsferilsskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Frekari upplýsingar inn á Alfred.is.

Allar frekari upplýsingar veitir Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts, formadur@kraftur.org.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.  Kraftur veitir félagsmönnum sínum andlegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning, miðlar upplýsingum um réttindi sjúklinga og aðstoðar þá við að komast út í lífið aftur.