Skip to main content

Fallegar servíettur í veisluna þína

By 28. maí 2020nóvember 19th, 2020Fréttir

Kraftur hefur í samstarfi við Reykjavík Letterpress sett á markað servíettur sem minna fólk svo sannarlega á að vera í núinu og njóta líðandi stundar. Nú getur fólk átt góðar stundir í góðum félagsskap og styrkt gott málefni í leiðinni en allur ágóði af servíettunum rennur til Krafts.

Einkennisorð Krafts – Lífið er núna – eru í forgrunni á servíettunum ásamt ýmsum orðum sem minna okkur á að vera í núinu eins og: Andaðu, lyktaðu, hlustaðu, brostu og dansaðu. „Það er einstaklega gefandi og gaman að taka þátt í verkefnum með Krafti og njótum við þess virkilega að gefa af okkar vinnu í þágu þessa góða málefnis,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, einn eiganda Reykjavík Letterpress. „Við höfum áður sett á markað með þeim tækifæriskort, minningarkort og styrktarkort og eru þessar servíettur frábær viðbót í vörulínu Krafts,“ segir Ólöf enn fremur.

Það eru 20 dúnmjúkar servíettur í pakkanum. Þær eru hvítar með fallegu letterpress letri; 10 með appelsínugulu letri og 10 gráu. Servíetturnar fást í vefverslun Krafts og eru nú þegar einnig komnar í verslanir Epal, KúnígúndGarðheima og Kokku.