
Valhúsaskóli sleit skólaárinu 2024-2025 á dögunum og afhenti Krafti veglegan styrk sem duglegir nemendur skólans höfðu safnað á góðgerðardegi skólans stuttu áður. Það var Guðný, nemandi í 7.bekk sem afhenti Hannesi, varaformanni Krafts og Sólveigu, framkvæmdastjóra Krafts glæsilega ávísun.
Alls söfnuðust 1.122.920 kr. og þökkum við nemendunum og Valhúsaskóla kærlega fyrir þetta glæsilega framlag og veglegan styrk til Krafts!