Skip to main content

Félag austfirskra kvenna í Reykjavík styrkja Kraft

By 10. apríl 2024apríl 11th, 2024Fréttir

Félag austfirskra kvenna í Reykjavík, ákvað á aðalfundi sínum á dögunum, að styrkja starfsemi Krafts um 300. 000 kr. með styrknum fylgdu hlýjar kveðjur frá félaginu og góðar óskir til Krafts og starfseminnar.

Fulltrúar félagsins kíktu til okkar í heimókn og afhentu styrkinn formlega. Við fórum yfir starfsemi félagsins með þeim og hvað svona styrkir eru okkur mikilvægir þar sem öll okkar starfsemi er rekin á sjálfafla fé. Velvilji einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja gera það að verkum að félag eins og Kraftur geti haldið úti sínu öfluga starfi.

Það var Oddný Vala Kjartansdóttir formaður félagsins sem sá um að afhenda styrkinn en auk hennar mættu þær Kristín Ásbjörnsdóttir, gjaldkeri og Halla Kjartansdóttir, ritari. Við þökkum þeim innilega fyrir komuna.