Skip to main content

Félagskort 2023

Þessa dagana munu meðlimir Krafts fá sendan tölvupóst með uppfærðu félagskorti með fullt af nýjum afsláttum og samstarfsaðilum.

Nú er hægt að skella sér í Hvammsvík, Viðey, fá sér Djúsí eða á barinn hjá Íseyskyr, 2 fyrir 1 í Húsdýragarðinn eða kaupa sér heilsuvörur á Tropic.is með afslætti. Við höfum verið í miklu og góðu samstarfi við fjölda annara aðila sem vildu allir halda okkar góða samstarfi áfram.

Við erum hvergi nærri hætt því það eru fleiri spennandi hlutir í pípunum sem koma í ljós á næstu dögum.  Við látum að sjálfsögðu vita af því um leið og það er allt saman í höfn.

Eins og þetta eitt og sér væri ekki nóg, að þá nýtast félagskortin líka sem lyfjakort sem eru í samstarfi við Apótekarann og eru í boði fyrir krabbameinsgreinda félagsmenn og er heilmikil búbót fyrir okkar fólk. Við gerðum nýjan samning við Apótekarann í ár og nú gilda lyfjakortin í 6 mánuði í senn. Öll lyfjakort sem renna úr gildi núna 30. apríl munu uppfærast sjálfkrafa um 6 mánuði.

Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst um uppfært félagskort þá er bara um að gera að senda okkur línu á kraftur@kraftur.org  og við græjum málið, það marg borgar sig að vera með virkt félagskort hjá Krafti.

Allar upplýsingar um félagskortin má finna hér.

Hér er listi yfir afslætti og samstarfsaðila:

Nóg að framvísa félagskorti:
– Keiluhöllin – 25% afsláttur af brautargjaldi
– Elding – 20% afsláttur af klassískri hvalaskoðun og 15% afsláttur af bátsferð út í Viðey
– Jarðböðin við Mývatn – 2 fyrir 1
– Losti – 20% afsláttur af öllum vörum í verslun.
– Heilsuklasinn – 50% afsláttur af aðgangi í tækjasal
– Shake&pizza – 25% afsláttur af matseðli
– Jómfrúin – 20% af mat og drykk
– Gló – 15% afsláttur af mat og drykk
– Cintamani – 20% afsláttur Cintamani vörum í verslun
– Húsdýragarðurinn 2 fyrir 1
– Djúsí – 15% afsláttur af matseðli
– Ísey skyrbar – 15% afsláttur af matseðli

Afsláttakóðar og linkar: allar upplýsingar aftan á félagskortinu.
– KeyNatura – 20% afsláttur af vörum
– Kvan – 20% afsláttur af námskeiðum
– Zipline – 35% afsláttur af Zipline ferðum
– Vök baths – 15% af standard aðgangi
– Andri Iceland – 20% afsl. af ákv. námskeiðum
– Flothetta – 10% afsláttur af ákv. vörum
– Storytel – 30 daga frí prufuáskrift
– Hvammsvík – 20% afsláttur af bókun í sjóböðin,
– Tropic – 20% afsláttur af öllum vörum