Skip to main content

FítonsKraftur fyrir alla félagsmenn

By 6. september 2021febrúar 22nd, 2022Fréttir

Breyting hefur verið gerð á FítonsKrafti. Nú verður FítonsKraftur í boði fyrir alla félagsmenn Krafts bæði fyrir aðstandendur og þá sem greinst hafa með krabbamein.

FítonsKraftur starfar nú í formi námskeiða, viðburða, fjarþjálfunar og útivistar sem stuðlar að bættri heilsu og vellíðan okkar félagsmanna. Frábær vettvangur til að stunda hreyfingu og útivist.

Fyrsta námskeiðið í haust

Boðið verður upp á 2-3 námskeið á önn sem standa yfir í 6-8 vikur í senn og er fyrsta námskeiðið á dagskrá 14. september til 4. nóvember. Fyrstu skrefin í ræktina er frábært námskeið fyrir alla sem vilja koma sér af stað í ræktinni, byrjendur sem lengra komna. Áhersla er lögð á vöðvauppbyggingu, þol og líkamsbeitingu. Námskeiðið er í formi hópeinkaþjálfunar í tækjasal. Iðkendur svara spurningalista við upphaf námskeiðs og út frá því er útbúin einstaklingsmiðuð æfingaáætlun. Skráning fer fram hér.

Næstu námskeið verða auglýst á síðu FítonsKrafts.

Fjarþjálfun FítonsKrafts

Viltu frekar æfa á þinni líkamsræktarstöð, heima eða býrð úti á landi? Þá er Fjarþjálfun FítonsKrafts frábær fyrir þig. Í fjarþjálfuninni er hægt að blanda saman mörgum tegundum af hreyfingu svo sem sundi, göngu, hlaupum og styrktaræfingum, allt eftir áhuga hvers og eins en þú færð æfingaprógramm og verður undir leiðsögn frá sérmenntuðum þjálfara.

Kynntu þér málið nánar hér.

Útivist og aðrir viðburðir

Í hverjum mánuði leggur gönguhópurinn „Að klífa brattann“ land undir fót og fer í göngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.  Göngurnar eru alltaf auglýstar undir viðburðadagatali Krafts.

FítonsKraftur heldur líka  mánaðarlega viðburði í formi hreyfingar og útivistar til að kynna félagsmönnum fyrir fjölbreyttri hreyfingu. Viðburðirnir eru auglýstir í byrjun hvers mánaðar en fyrsti viðburðurinn í haust verður Hlaupa- og hausthátíð Krafts.

Allar frekari upplýsingar um starfsemi hópsins er að finna á Facebookhóp FítonsKrafts og á vefsíðu Krafts.