Skip to main content

FítonsKraftur – göngur í maí.

Að klífa brattann er með skipulagðar göngur tvisvar í mánuði fram að göngu um Grænahrygg.

Það er tilvalið að nýta sér göngurnar sem undirbúning fyrir Grænahrygg, en að sjálfsögðu eru öll velkomin, vinir, fjölskylda og gæludýr. Hvort það sé eitt skipti eða fleiri. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Atli Már Sveinsson, íþróttafræðingur, leiðir gönguhópinn. Hann verður einnig með í göngunni um Grænahrygg.

ATH! mikilvægt er að skrá sig í göngurnar! 

Göngurnar framundan eru:

Mið 10. maí, kl 17:30 – Úlfarsfell

Lau 27. maí, kl 11:00 – Mosfell

Mið 7. júní, kl 17:30 – Staðsetning auglýst síðar

Mögulegar göngur síðar í júní og byrjun júlí, þá auglýst síðar.

FítonsKraftur – Að klífa brattann – Úlfarsfell – 10. maí. 

Miðvikudaginn 10. maí verður gengið upp Úlfarsfell. Fjöldi gönguleiða er upp á Úlfarsfell og er það eitt vinsælasta fjallið á höfuðborgarsvæðinu. Af toppnum er fallegt útsýni yfir Reykjavík og nágrenni. Gangan tekur um klukkustund og er fjallið 296 metra hátt. Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri náttúru á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Frábær ganga sem allir getatekið þátt.
Öll velkomin með; vinir, fjölskylda og gæludýr

Hópurinn hittist hér:

Bílastæði við Úlfarsfell

https://maps.app.goo.gl/ujKPENWDLoWnJm357?g_st=ic

Mikilvægt er að skrá sig í gönguna https://forms.office.com/e/mxHdpk71tA

—–

FítonsKraftur – Að klífa brattann – Mosfell – 27.maí.

Að klífa brattann er gönguhópur fyrir alla félagsmenn Krafts, bæði þá sem greinst hafa með krabbamein og eru að koma sér út í lífið eftir veikindin sem og aðstandendur. Atli Már Sveinsson, íþróttafræðingur, leiðir gönguhópinn. Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Við hvetjum sérstaklega fólk sem ætlar sér í Grænahryggsgönguna í júlí að mæta! Sjá nánar um þá göngu hér: https://www.facebook.com/events/903253684128587

Laugardaginn 27. maí verður gengið upp Mosfell í Mosfellsbæ. Fellið er ágætlega bratt og um 200m í upphækkun en toppurinn sjálfur er breiður og aflangur. Gangan tekur um það bil 1-2 tíma. En þegar á toppinn er náð tekur við fallegt útsýni yfir Mosfellsbæ, Mosfellsdalinn og Esjuna.

 Hópurinn hittist hér:

Hjá Mosfelsskirkju

https://maps.app.goo.gl/dvP7TsGe7f6MctKq8?g_st=ic

Mikilvægt er að skrá sig í gönguna https://forms.office.com/e/mxHdpk71tA