Skip to main content

Fjöldi fólks sýndi Kraft í verki

By 5. febrúar 2021febrúar 10th, 2021Fréttir

Á alþjóðadegi gegn krabbameinum, 4. febrúar, hélt Kraftur sína fyrstu söfnunarútsendingu í samstarfi við Símann, K100 og mbl.is. Allir sem komu að framleiðslu þáttarins gáfu vinnu sína og rann allt söfnunarfé beint til Krafts.

„Þetta var einstakt kvöld og við hefðum aldrei getað gert þetta nema fyrir velvilja allra þeirra sem að komu að þessu. Ég er klökk og við í Krafti getum ekki þakkað nægilega mikið fyrir þennan ómetanlega stuðning sem kom frá öllum sem sýndu kraft í verki og tóku þátt í þessu verkefni, hvort sem var með vinnuframlagi eða fjárhagslegum stuðningi. Við erum sérlega þakklát fyrir að fá tækifæri á að kynna Kraft á þennan hátt,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts eftir söfnunarútsendinguna.

Markmið útsendingarinnar var að safna fyrir starfsemi Krafts í þágu ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur en um leið kynna landsmönnum fyrir starfsemi félagsins
og hvað Kraftur gerir fyrir félagsmenn sína. Fólk gat bæði hringt inn í símaver og styrkt með SMS-um, í gegnum snjallforrit eða keypt Lífið er núna húfu.

Kraftsfélagar og starfsfólk sögðu frá starfseminni og stuðningnum

Kvöldið einkenndist svo sannarlega af krafti og samstöðu. Frábærir listamenn sýndu kraft í verki og skemmtu áhorfendum inn á milli viðtala. Sóli Hólm og Sóley Kristjánsdóttur voru kynnar kvöldsins og fengu félagsmenn og aðra í sófann til sín. Ari Eldjárn kitlaði hláturtaugar áhorfenda og Páll Óskar Hjálmtýsson, GDRN, Valdimar og Sigríður Thorlacius sungu af sinni einskæru snilld.

Feðginin Tinna Hallsdóttir og Hallur Birgisson, sögðu frá reynslu sinni en þau eru aðstandendur Stellu Hallsdóttur sem greindist með brjóstakrabbamein í sumar og fékk Sigurlogi, fjögurra ára sonur, Stellu líka að spreyta sig í útsendingunni. Aðalheiður Birgisdóttir, hönnuður og Elín Sandra Skúladóttur, formaður Krafts, sögðu frá Lífið er núna húfunni og spjölluðu um starfsemi Krafts og sína reynslu. Daníel Reynisson og Hildur Björk Hilmarsdóttir, forsprakkar Krafts sögðu frá stofnun félagsins og hvernig landslagið hefur breyst undanfarin ár. Sunneva Ólafsdóttir, sem er aðstandandi og hefur sjálf greinst með heilaæxli sagði sína sögu, en hún var fyrst til að vera í vakandi opinni heilaaðgerð hér á landi. Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur sagði frá sálfræðiþjónustu félagsins og stuðningsnetinu og Arnar Sveinn Geirsson, greindi frá því hvernig er að vera aðstandandi, byrgja tilfinningar inni og hvað jafningjastuðningur skiptir miklu máli.

Sjónarhornið er mismunandi eftir því hvar þú stendur

Loks settust Guðrún Jónsdóttir, hönnuður hjá Hvíta húsinu í sófann ásamt Aroni Bergmann Magnússyni. Guðrún átti hugmyndina á bak við allt útlit á markaðsefni vitundarvakningar Krafts sem hefur verið sýnt á og í flestum miðlum landsins undanfarnar tvær vikur. Hugmyndin á bak við herferðina er að oft sérðu ekki hlutina í réttu samhengi fyrr en þú stendur akkúrat á ákveðnum stað. Það er líka mismunandi frá hvaða sjónarhorni veikindi eins og krabbamein hefur áhrif á fólk og sjónarhornið getur verið mismunandi eftir því hvort þú sért faðir, maki, dóttir, vinur, vinnufélagi o.s.frv. Aron útfærði svo hugmyndina bæði á tökustað fyrir auglýsingarnar sem og núna á Laugavegi 31 og er verkið hans til sýnis þar yfir Vetrarhátíð helgina 4. til 7. febrúar.

Lokalagið Lífið er núna var frumflutt í lok útsendingar af Guðbjörgu Elísu Hafsteinsdóttur en móðir hennar heyir nú baráttu við krabbamein. Þórhallur Emil Halldórsson samdi lagið og texta ásamt Guðbjörgu. Frábær endir á vel heppnuðu kvöldi þar sem Páll Óskar skaust aftur fram á sviðið með Guðbjörgu og sungu þau Lífið er núna af miklum krafti.

Sýndu Kraft í verki

„Við erum einstaklega stolt af þessu kvöldi og þökkum þúsundfalt fyrir. Fólk var duglegt að hringja í símaverið okkar, senda okkur styrki og gerast mánaðarlegir styrktaraðilar, og ekki síst að kaupa Lífið er núna húfurnar. Á meðan á útsendingunni stóð bættust um 50 mánaðarlegir styrktaraðilar við Kraftsvini, stakir styrkir námu um 3,2 milljónir króna og yfir 850 pantanir bættust við í vefverslun okkar,“ sagði Hulda enn fremur. „Við minnum á að enn er hægt að styrkja við starfsemi félagsins og fara inn á www.lifidernuna.is og kaupa húfu sem og að senda inn styrki. Með ykkar hjálp getum við hjálpað öðrum. Síðast en ekki síst vil ég líka hvetja alla þá sem eru ungir og hafa greinst með krabbamein sem og aðstandendur að hafa samband við félagið því við vitum að við getum hjálpað á ýmsan hátt,“ sagði Hulda að lokum.

Hér má sjá myndir frá útsendingunni 

Við þökkum eftirtöldum fyrirtækjum og einstaklingum fyrir að gera Lífið er núna söfnunarútsendinguna að veruleika:

Kynnar:

Sóley Kristjánsdóttir
Sóli Hólm
Listamenn:
Ari Eldjárn
Ásgeir Aðalsteinsson
GDRN – Guðrún ÝR Eyfjörð Jóhannesdóttir
Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir
Páll Óskar Hjálmtýsson
Sigríður Thorlacius
Magnús Jóhann Ragnarsson
Valdimar Guðmundsson

Viðmælendur

Aðalheiður Birgisdóttir
Arnar Sveinn Geirsson
Aron Bergmann Magnússon
Daníel Reynisson
Elín Sandra Skúladóttir
Guðrún Jónsdóttir
Hallur Birgisson
Hildur Björk Hilmarsdóttir
Hulda Hjálmarsdóttir
Sigurlogi Karl Guðjónsson
Sunneva Ólafsdóttir
Tinna Hallsdóttir
Þorri Snæbjörnsson

Þakkir

Apótekarinn
Bókabúðir Máls og menningar
Domino’s
Dorma
Enzo
Fjölmiðlar landsins
Háskóli Íslands
Heimilistæki
HljóðX
Höldur bílaleiga
Hvíta húsið
Ístex
Íþróttamiðstöðin Sauðárkróki
K100
Kirkjan Sauðárkróki
Kormákur og skjöldur
Kukl
Laugavegur 31
LogoFlex
Luxor
mbl.is / Árvakur hf.
Menningarhúsið Hof
Ölgerðin
Perlan
Polarama
Premis
Reykjavíkurborg
Síminn
Takk
Terra
Trabant
Varma
Vetrarhátíð
Yeoman

Sérstakar þakkir

Allir Kraftsfélagar
Anna Kristín Kristjánsdóttir
Árni Geir Sigurbjörnsson
Auke van der Ploeg
Fanney Magnadóttir
Gísli Álfgeirsson
Guðjón Örn Helgason
Halla Dagný Úlfsdóttir
Hjörvar Ólafsson
Hrefna Björk Sigvaldadóttir
Jóhann Björn Sigurbjörnsson
Karl Ólafur Hallbjörnsson
Katla Gísladóttir
Kristín Dóra Karlsdóttir
Kristján Aðalsteinsson
Laila Sæunn Pétursdóttir
Laufey Harðardóttir
Lilja Karen Steinþórsdóttir
Linda Björk Rögnvaldsdóttir
Linda Sæberg
Manúel Schembri
Ólafur Helgi Hjörvarsson
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Stefán Þór Helgason
Stella Hallsdóttir
Tinna Garðarsdóttir
Vilhelm Henrý Hjaltason
Þórhallur Emil Halldórsson
Tinna Stefánsdóttir

Hljóðstjórn

Haraldur Ási Lárusson

Hljóð á svið

Óli Valur Þrastarson

Ljósa og hljóðbúnaður

Luxor

Lýsing

Alfreð Sturla Böðvarsson

Aðstoð við lýsingu

Vignir Örn Ágústsson
Ágúst Ingi Stefánsson

Förðun

Elín Reynisdóttir
Rakel María Bjarnadóttir

Sviðsstjórn

Eyþór Árnason
Páll Arnar Sveinbjörnsson

Myndataka

Frikki Frikk
Friðrik Þór Halldórsson
Jón Haukur Jensson
Kristinn Þeyr Magnússon
Tómas Marshall

Myndblöndun

Þórður Ingi Johnsen

Tæknistjórn

Sigmundur Lárusson

Útsendingabíll

Kukl

Tæknistjóri Símans

Bogi Bjarnason

Aðalstjórn Símans

Sigrún Emma Björnsdóttir
Ernir Snær Bjarnason

Framleiðendur Símans

Magnús Ragnarsson
Pálmi Guðmundsson
Gunnar Ingi Hansson

Aðstoð við útsendingarstjórn

Anna Kristín Úlfarsdóttir

Stjórn útsendingar og framleiðsla

Þór Freysson

Framleitt af

Trabant
Síminn