Skip to main content

Á fleygiferð í gegnum Hvalfjörðinn

By 10. apríl 2017mars 25th, 2024Fréttir

Nokkrir strákar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð ákváðu að ferðast Hvalfjörðinn endilangan á hjólabrettum og safna áheitum fyrir Kraft síðla marsmánaðar.
Var þetta liður í góðgerðarviku NFMH og var þetta þeirra framlag til félagsins. Lögðu þeir af stað snemma sunnudaginn 26.mars og var allri ferðinni streymt „live“ á Facebooksíðu þeirra.
Strákarnir söfnuðu 55.000 kr. með þessu ævintýri sínu í gegnum Hvalfjörðinn. Við þökkum þeim innilega fyrir eljuna og stuðninginn!