Skip to main content

Forsetinn ber perluarmband Krafts á HM

By 13. janúar 2017mars 25th, 2024Fréttir

Fulltrúar Krafts, þær Hulda Hjálmarsdóttir og Kristín Þórsdóttir, heimsóttu Guðna Th. Jóhannesson á skrifstufu hans við Sóleyjargötu í morgun. Þar afhentu þær forsetanum perluarmbönd Krafts fyrir alla fjölskyldu hans. Guðni var fljótur að setja upp armbandið sitt og sagðist ætla að bera það sér til Frakklands þar sem hann ætlar að fylgjast með strákunum okkar á HM í handknattleik. Hann sýndi átaki okkar mikinn áhuga og óskaði okkur velfarnaðar. Kærar þakkir, Guðni, fyrir móttökurnar.