Skip to main content

Aðalfundi frestað

By 24. apríl 2020maí 25th, 2020Fréttir
Kæru félagsmenn,
Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi Krafts þangað til fyrstu vikuna í júní vegna takmarkana á fjöldasamkomum vegna Covid-19.
Í samþykktum félagsins segir að aðalfundur félagsins skuli haldinn í aprílmánuði ár hvert en vegna tilmæla Almannavarna um að fjöldasamkomur megi ekki fara yfir 20 manns að þá var óhjákvæmilegt að fresta aðalfundi félagsins. Nánari tímasetning og dagskrá fundar verður send út þegar nær dregur.
Þá óskar félagið eftir framboðum til stjórnar. Einum aðalmanni í stjórn og tveimur varamönnum. Framboð skulu berast til formanns á netfangið formadur@kraftur.org þar sem fram kemur nafn, kennitala og upplýsingar um viðkomandi.
Þeir félagsmenn okkar sem eru í áhættuhópi og geta ekki mætt á fundinn að þá verður honum einnig streymt í gegnum netið.
Vonum að þið hafið það sem allra best á þessum öðrum degi sumars.