Skip to main content

Fullt hús á fjórðu strákastund Krafts

Fjórða  kröftuga strákastund Krafts var haldin á KEX í gær. Það var virkilega góð mæting og enn betri stemming í salnum.
Markmiðið með stundinni var að fá karlmenn sem þekkja krabbamein af eigin raun eða sem aðstandendur  til að deila reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum.
Við vorum með frábæran hóp stráka sem sögðu frá sinni reynslu.
– Sóli Hólm, skemmtikraftur, sagði frá sinni reynslu og sjokkinu við það að greinast með krabbamein og verkefninu að ná heilsu að nýju en hann greindist með eitlakrabbamein árið 2017.
– Tómas Þór Þórðarsson, íþróttafréttamaður, sagði frá sinni reynslu hvernig er að vera maki en konan hans greindist með mergæxli fyrir um tveimur árum síðan.
– Vinirnir Rafn Heiðdal og Skúli Andrésson munu sögðu frá því hvernig þeir tækluðu veikindi Rafns og hvernig áhrif það hafði á vinskap þeirra.
– Hilmar Orri Jóhannsson sagði  frá því hvernig var að greinast með eistnakrabbamein sem nýbakaður pabbi og í miðju háskólanámi og hvernig vegferðin hefur verið eftir krabbameinsmeðferðina.
Í lok stundarinnar komu tónlistamennirnir Valdimar og Örn Eldjárn og tóku nokkur lög.
Matti Osvald Stefánsson, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins og Róbert Jóhannsson, umsjónarmaður StrákaKrafts, héldu utan um þessa kraftmiklu strákastund.
Mummi Lú ljósmyndari fangaði stemminguna snilldarlega eins og sjá má í myndasafninu hér að neðan.