Skip to main content

Fullt út úr húsi á aðventukvöldi Krafts

By 19. desember 2017mars 25th, 2024Fréttir

Aðventukvöld Krafts var haldið hátíðlega 7.desember síðastliðinn fyrir félagsmenn og fjölskyldu þeirra. Þröngt mega sáttir sitja á vel við í þessu tilviki þar sem troðið var út úr dyrum.

Sigga Eyrún söngkona og Karl Olgeirs píanóleikari sungu jólalög fyrir gesti, Vilborg Davíðsdóttir las upp úr bók sinni Blóðug jörð og Eva Ruza snapchat drottning dró í jólahappdrættinu okkar.
Flestir félagsmenn okkar gengu hér út með gjöf í hönd þar sem fyrirtæki og einstaklingar voru mjög gjafmild þessi jólin og erum við þessum aðilum óendanlega þakklát. Einnig þökkum við þeim sem hjálpuðu okkar við undirbúning kvöldsins með því að baka, pakka inn gjöfum og fleira.

Gleðilega hátíð og munum að njóta líðandi stundar með fjölskyldu og vinum <3