Skip to main content

Gallup og svarendur styrkja Kraft

By 7. nóvember 2019mars 25th, 2024Fréttir

Gallup framkvæmdi nýverið könnun þar sem svarendur gátu fengið gjafabréf fyrir þátttöku sína eða valið að styrkja Kraft í stað þess að þiggja gjafabréfið. Fjölmargir nýttu sér að styrkja frekar Kraft og fékk félagið því styrk frá Gallup að upphæð 150.000 krónur nú á dögunum.

Við þökkum Gallup og svarendum innilega fyrir stuðninginn sem mun svo sannarlega koma að góðum notum í starfi okkar í þágu ungra einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandenda.

Á myndinni má sjá Sóleyju Valdimarsdóttur hjá Gallup afhenda nöfnu sinni Sóleyju Kristjánsdóttir stjórnarmeðlimi Krafts styrkinn.