Skip to main content

Gaman að sjá hvað margir tóku þátt

By 18. október 2018mars 25th, 2024Fréttir

Nemendur í viðburðarstjórnun við Háskólann á Hólum héldu góðgerðarviðburð sem verkefni í skólanum. Ákváðu þau að halda góðgerðarbingó fyrir Kraft og styrkja þannig ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.

Bingóið var haldið á Menntaskólanum á Laugarvatni þar sem um 70 manns mættu og spiluðu bingó af Krafti. Þess má geta að áður en styrktarbingóið byrjaði bauðst gestum og nemendum að koma og perla með Krafti og leggja þannig ennþá meira af mörkum. Samtals söfnuðust  152.950 kr.

María Rós einn nemenda var að vonum ánægð með viðburðinn. „Við bjuggumst ekki við svona mörgum og gaman að sjá hvað margir mættu og lögðu málefninu lið. Einnig var ótrúlega gaman að skipuleggja svona viðburð og láta gott af sér leiða til þessa góða málefni“, sagði María að lokum.