Skip to main content

Gleðileg jól

Við hjá Krafti óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við sendum þér hlýju, kærleik og ljós í hjarta og vonum að þú njótir hátíðarinnar í faðmi vina og fjölskyldu.

Við þökkum fyrir undarlegt en viðburðarríkt ár. Á svona tímum dugar ekkert minna til en að klæða sig upp í ofurhetjubúning og snúa bökum saman eins og jólakortsmynd Krafts sýnir. Þú getur skoðað jólakort Krafts hér.

Skrifstofa Krafts verður opin milli jóla og nýárs og verðum við þá byrjuð að undirbúa vitundarvakningu um ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur en hún fer af stað um miðjan janúar og fram að 4. febrúar. Við hlökkum mikið til að sýna ykkur svo herferðina á nýju ári.

Með kærri jólakveðju
Starfsfólk og stjórn Krafts