Skip to main content

Gleðileg jól kæru vinir

Við hjá Krafti óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ár. Við sendum þér hlýju, kærleik og ljós í hjarta og vonum að þú njótir hátíðarinnar í faðmi vina og fjölskyldu.

Árið 2019 var einstaklega viðburðarríkt ár hjá Krafti en þá sleit félagið formlega barnsskónum og varð 20 ára. Við héldum svo sannarlega upp á það en miðast var við að gera 12 viðburði yfir allt árið þ.e. eitthvað sem tengdist vitundarvakningu, upplifunum, fjáröflun eða fræðslu fyrir bæði almenning og félagsmenn. Það tókst svo sannarlega og í raun urðu viðburðirnir 13 alveg eins og jólasveinarnir okkar. ?  Þetta hefði aldrei tekist til nema fyrir velvild fyrirtækja og almennings í okkar garð og þess stuðnings sem við fáum frá fólki.

Kraftur er lítið félag með stórt hjarta sem slær fyrir félagsmenn sína en árlega greinast 70 ungir einstaklignar með krabbamein. Við leggjum okkur fram við að veita félagsmönnum okkar, krabbameinsgreindum sem og aðstandendum, eins góða þjónustu og í okkar valdi stendur, vera til staðar og á sama tíma hjálpa fólki að njóta líðandi stundar. Við munum svo sannarlega halda því áfram á nýju ári – 2020 er senn að berja á dyr og við minnum alla á að lifa í núinu og njóta – því LÍFIÐ ER NÚNA ???

Við erum á fullu nú að undirbúa nýtt ár og það verður því lokað á skrifstofunni milli jóla og nýárs en við opnum aftur 6. janúar. Alltaf er hægt er að hringja í síma Krafts 866-9600.

 

 

Leave a Reply