Skip to main content

Gleðilegt ár!

Kraftur óskar félagsmönnum, velunnurum, sjálfboðaliðum og öðrum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina og ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða!

Markmið og tilgangur Krafts er að styðja við félagsmenn okkar með jafningjastuðningi, fjárhagslegum stuðningi, markþjálfun, sálfræðiþjónustu og hagsmunabaráttu svo eitthvað sé nefnt. Það verður engin undantekning á því á nýju ári og stefnum við á að byrja árið 2023 með stæl að hætti Krafts.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í liðnu Kraftsári með því að styrkja okkur á einn eða annan hátt, mættu á viðburði, veittu okkur innblástur eða hjálpuðuð okkur á einn eða annan hátt, án ykkar hefði árið ekki orðið eins eftirminnilegt.

Samstaða og stuðningur er einmitt það sem skiptir svo miklu máli þegar við tökumst á við verkefni og áskoranir sem fylgja alvarlegum veikindum.

Við tökum á móti árinu 2023 með kærleika og fögnuð í hjarta 🌟

LÍFIÐ ER NÚNA 🧡