Skip to main content

Gleðilegt nýtt ár

By 31. desember 2016mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur, stuðningsfélag óskar félagsmönnum sínum innilega gleðilegs árs með þökk fyrir árin sem liðin eru. Við í Krafti þökkum einnig öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa starfsemi okkar lið á einn eða annan hátt. Sérstaklega þökkum við einstaklingum og fyrirtækjum fyrir ómetanlegan stuðning á árinu. Það er ykkur að þakka að Kraftur hefur getað stutt við bakið á ungu, krabbameinsveiku fólki og aðstendendum þess. Það er sannarlega markmið okkar að gera enn betur á næsta ári.
Við hlökkum til að vinna með ykkur í framtíðinni.