Skip to main content

Góðar stjórnarkonur kvaddar

By 8. maí 2015mars 25th, 2024Fréttir

Sigríður Margrét Einarsdóttir og Julie Coadou, sem starfað hafa í stjórn Krafts undanfarin ár, gáfu ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Þær mættu á fyrsta stjórnarfund nýrrar stjórnar og gerðu grein fyrir samstarfi Krafts og Alivia en þær funduðu með samstarfsaðilum okkar í Póllandi í lok apríl. Hulda Hjálmarsdóttir afhenti þeim blóm í kveðjuskyni og þakkaði þeim frábær störf í þágu félagsins. Kraftur er þó ekki að kveðja þær endanlega því þær eru báðar tryggir félgsmenn og halda áfram að starfa fyrir félagið, þótt þær hafi nú sagt skilið við stjórnina.