Skip to main content

Góði hirðirinn gleður Kraftsfélaga fyrir jólin

Nýverið fékk Kraftur 500.000 króna styrk frá Góða hirðinum. Styrkurinn verður notaður fyrir endurhæfingarhelgar sem Kraftur heldur reglulega fyrir félagsmenn sína. Þá koma krabbameinsgreindir sem og aðstandendur saman og geta notið þess að vera í fallegu umhverfi og að byggja sig upp líkamlega og andlega. Helgarnar eru haldnar tvisvar sinnum á ári.

„Það gleður okkur virikilega að Góði hirðirinn hefur lagt félaginu lið og styrkt okkur með þessum hætti. Lífið er núna endurhæfingarhelgar Krafts eru uppbyggjandi helgar fyrir félagsmenn þar sem fólk fær tækifæri á að læra það hvernig það getur tekist á við breyttar aðstæður í lífi sínu og kynnast öðrum sem eru í svipuðum sporum. Styrkur sem þessi hjálpar okkur að hjálpa öðrum,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts við afhendingu styrksins.

Stefnt er að því að næsta Lífið er núna helgin verði haldin á Ströndum þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa en áður hefur helgin verið haldin við Úlfljótsvatn og í Borgarfirðinum. Helgin verður auglýst á vefsíðu og Facebook síðu félagsins.