Skip to main content

Hálsmen til styrktar Krafti

By 13. desember 2019mars 25th, 2024Fréttir
Helga Daníelsdóttir hjá Leonard og Ástrós Rut Sigurðardóttir félagsmaður í Krafti sem tók við fyrsta styrktarmeninu

Ár hvert styrkir Leonard eitt góðgerðarfélag með sölu á sérstökum hálsmenum. Við erum ótrúlega stolt af því að í ár verða þessi styrktarhálsmen Leonard seld til styrktar Krafti. Þetta er í tíunda sinn sem verslunin Leonard í Kringlunni selur skartgripi til ágóða fyrir góðgerðarfélög.

Hálsmenin eru fáanleg úr silfri og gullhúðuð og rennur 20% af söluverði hvers hálsmens til Krafts. Styrktarmenin eru seld allan ársins hring en þau voru að koma í sölu og verða seld í verslun Leonard í Kringlunni og í nýrri vefverslun Leonard (leonard.is) sem opnar á næstu dögum. Silfurmenið kostar 12.500 krónur og gyllta menið 14.500 krónur.

Það var Ástrós Rut Sigurðardóttir félagsmaður í Krafti sem tók við fyrsta styrktarmeninu frá Leonard. „Þetta er ekkert smá flott framtak og fallegt hálsmen. Ég er stolt af því að bera fyrsta menið. Ég veit að þeir fjármunir sem safnast fyrir Kraft renna í þarft starf félagsins sem styður við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum eins og mér,“ sagði Ástrós við afhendingu mensins.