Skip to main content

Hátíðlegir hátíðarpakkar Krafts

By 24. nóvember 2023febrúar 1st, 2024Fréttir

Jólaálfar Krafts hafa sett saman fallega Hátíðarpakka sem eru á sérstöku hátíðarverði fyrir þessi jól.

Hin sanna hátíðargjöf; gæða ilmur, servíettur eða súkkulaði fyrir þig og þína og um leið stuðningur við gott málefni.
Smelltu þér á hátíðarpakka!

🎄 Lífið er núna – Hátíðarservíettur með áletruninni „Lífið er núna“ sem minnir okkur á að lifa í núinu.  Áletrunina er hægt að fá silfurlitaða eða gulllitaða. Dúnmjúkar servíettur, hannaðar og prentaðar í samstarfi við Reykjavík Letterpress.
🎁 Gómsætt súkkulaði frá Omnom. Hin fullkomna þrenning; Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies og Spiced White + Caramel súkkulaðistykki.
🕯 Fallegt kerti með skilaboðunum „hvenær er lífið ef það er ekki núna?“, unnið í samstarfi við Töru Tjörva. Kertið kemur í fallegri öskju og er með loki. Kertið er umhverfisvænt og náttúrulegt soya kerti, brennslutími er 55 klst. Hægt er að velja fjóra ilmi; Epli & Kanil, Basil & Grape, Lavender & Vanilla eða Sandalwood & Myrra. Kertið kemur í fallegri öskju og er með loki.

Lífið er núna skartgripalína Veru Design fyrir Kraft er svo sannarlega jólagjöfin í ár. Vandað og veglegt skart. Boðskapurinn LÍFIÐ ER NÚNA á öllum stundum lífsins. Skartið er tilvalið fyrir hvers kyns tilefni og hentar fyrir öll kyn og allan aldur. Tímalaus hönnun sem minnir fólk á að fagna augnablikinu og njóta lífsins.  Hægt er að fá skartið og festingarnar í sterling silfri eða silfri með 18kt. gyllingu. Allar vörur eru framleiddar úr 925 sterling silfri.