Skip to main content

HK perlar af Krafti

By 5. mars 2018mars 25th, 2024Fréttir

Í gær mættu um 100 manns á vegum íþróttafélagsins HK og perluðu til handa Krafti. Þeir sem stóðu fyrir viðburðinum voru meistaraflokkur og kvenna og karla í handbolta. Það má með sanni segja að mikill liðs- og keppnisandi einkenni félagið þar sem ríflega 100 manns mættu og perluðu 546 armbönd fyrir Kraft. Þannig þau settu eiginlega Íslandsmet miðað við höfðatölu. Við hjá Krafti erum mjög ánægð og þakklát að sjá hvað margir mættu til að sýna stuðning í verki og perla fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.

ÁFRAM HK……..TAKK FYRIR OKKUR!