Skip to main content

Hlauptu af Krafti

By 8. ágúst 2017mars 25th, 2024Fréttir

Nú fer að styttast í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið verður þann 19. ágúst n.k. Fjölmargir hlauparar hafa nú þegar skráð sig undir merkjum Krafts sig og auk þess einn hlaupahópur „Vinir Stefáns Karls“ sem er til styrktar Stefáni Karli Stefánssyni, leikara, og Krafti.

Kraftur verður sem fyrr með bás í Laugardalshöllinni, fimmtudag og föstudag fyrir hlaup þar sem allir sem hlaupar fyrir félagið fá afhentan hlaupabol merktan félaginu ásamt poka með orkuglaðning frá Fitnesssporti og fleirra. Sýningin er opin á fimmtudag, 17.ágúst, frá kl. 15:00 til 20:00 og föstudag, 18.ágúst kl. 14:00 til 19:00.
Hvetjum hlaupara til að koma við hjá okkur til að vera sýnilega í hlaupinu. 

Þá mun Kraftur hafa öflugt hvatningarlið á hlaupaleiðinni. Alltaf vantar góða aðila í hvatningarliðið okkar til að hvetja hlauparana okkar áfram og þakka þeim stuðninginn. Frekari upplýsingar koma varðandi það þegar nær dregur. Við hvetjum Kraftsfélaga og velunnara félagsins til að heita á okkar góðu hlaupara og hjálpa okkur um leið að hjálpa krabbameinsgreindu ungu fólki og aðstandendum þess.