Skip to main content

Hraunvallaskóli perlar af Krafti

By 27. mars 2018mars 25th, 2024Fréttir

Hraunvallaskóli í Hafnarfirði var með þemadaga í skólanum í síðastliðinni viku þar sem nemendum skólans var skipt niður á stöðvar.
Ein stöðin var tileinkuð Krafti og perluðu þar krakkarnir armböndin sem bera áletrunina „lífið er núna“ sem síðan voru seld á lokahátíð skólans í lok þemadaganna.

Krakkarnir slóu ekki slöku við og perluðu 730 armbönd fyrir félagið og seld voru armbönd fyrir 430.000 kr. á lokahátíð þemadaganna þar sem starfsmenn, foreldrar og krakkarnir keyptu hluta af þeim armböndum sem perluð voru 🙂

TAKK Hraunvallaskóli fyrir alla hjálpina og stuðninginn. Það er fyrir hjálpsemi og velvilja eins og ykkar sem gerir það að verkum að við getum haldið áfram að vera til staðar fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur <3