Skip to main content

Hvernig ræðum við krabbamein við börn?

By 19. febrúar 2018mars 25th, 2024Fréttir

Fyrsti fyrirlesturinn á þessu ári í fyrirlestraröðinni „Ungf fólk og krabbamein“ verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar kl. 17.15 i húsakynnum Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíðð 8, Reykjavík. Að þessu sinni fjallar Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Ráðgjafarþjónustu KÍ, um hvernig best sé að tala um krabbamein við börn og unglinga. Sérstakur gestur verður Stefán Karl Stefánsson, sem greinst hefur með krabbamein, og fjallar hann m.a. um reynslu sína af viðbrögðum barna sinna. Allir eru hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir. Boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrirlestrinum verður streymt beint á netinu. Hér er linkurinn: https://livestream.com/krabb/events/8064908