Skip to main content

Íslandsbanki veitir Krafti hjálparhönd

By 22. október 2017mars 25th, 2024Fréttir

Íslandsbanki hefur nú í haust verið að veita Krafti hjálparhönd með því að perla armböndin okkar með áletruninni „lífið er núna“.

En samfélagsstefna bankans er að veita starfsfólki þann kost að veita einhverju góðgerðarfélagi hjálparhönd á vinnutíma sínum allt að einn vinnudag. Hefur Kraftur farið þrívegis og perlað með mismunandi deildum innan bankans. Þegar kemur að dugnaði er starfsfólk Íslandsbanka ekkert að grínast en perlast hafa um 1000 armbönd á okkar heimsóknum til þeirra.

Þessi hjálparhönd hefur verið Krafti ómetanleg og erum við þeim afar þakklát <3