Skip to main content

Júní dagskrá

By 11. júní 2025Fréttir

Það er kominn júní!! Vitið þið hvað það þýðir, 17. júní…? 😄 Jú auðvitað, en við erum að tala um hinn stóra viðburðurinn sem við bíðum alltaf spennt eftir – Sumargrill Krafts er á næsta leiti!!

SUMARGRILL KRAFTS: Fimmtudaginn 26. júní, kl.18-19:30Sumargrillið er haldið fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra ár hvert og í ár verður þessi skemmtilegi viðburður haldinn í Hlöðunni Gufunesbæ! Það verður nóg um að vera fyrir alla aldurshópa en Sumargrillið er hugsað sem fjölskylduskemmtun sem minnir okkur á að njóta líðandi stundar, því lífið er núna! Hamborgararbúllan verður á staðnum, ísbíllinn mætir, andlitsmálun fyrir þau yngstu, Lalli töframaður mætir, blöðrudýr, allskyns skemmtilegir leikir í boði, Sirkus Íslands og enginn annar en Prettyboi Tjokko mætir á svæðið!

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig og fjölskylduna HÉR – Við hlökkum til að eyða deginum með ykkur 🧡☀️🥳

STELPUKRAFTUR: Miðvikudaginn 21. maí, kl.19:00-21:00 – Við ætlum að eiga góða stund frá 17-19 og gæða okkur á tveggja rétta góðgæti á Kaffi Flóru. Endilega meldið ykkur svo við vitum hvað við þurfum að panta stórt borð.

Close Menu