Skip to main content

Kærkominn styrkur til Neyðarsjóðsins frá Ment2Move

By 12. ágúst 2015mars 25th, 2024Fréttir
Kraftur færir fyrirtækinu Ment2Move ehf.bestu þakkir fyrir 750.000 kr. styrkinn sem Bóel Hjarta framkvæmdastjóri fyrirtækisins ánafnaði Neyðarsjóðnum í minningu systur sinnar, Sirrý Hjartardóttur, sem lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram en hún hefði orðið 45 ára 30. ágúst næstkomandi. Þessi styrkur mun koma til með að hjálpa ungu krabbameinsveiku fólki að standa straum af gífurlegum kostnaði sem fylgir því að greinast með krabbamein í dag. Á myndunni má sjá Ástrósu varaformann og Huldu, formann, taka á móti styrknum sem Bóel Hjarta afhenti fyrir hönd Ment2Move.