Skip to main content

Konur og kynheilbrigði – námskeið 1/3

By 26. febrúar 2019mars 25th, 2024Fréttir

Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 kl. 13:30-15:00 hefst námskeið fyrir konur með krabbamein í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Námskeiðið er byggt á fyrirmynd frá Kanada.

Námskeiðið verður í þrjú skipti, einu sinni í viku. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kynheilbrigði í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Auk fræðslu er markmiðið að efla kynheilbrigði með núvitund og hugrænni atferlismeðferð.

Leiðbeinandi er Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur.

Skráning á radgjof@krabb.is / s: 800 4040. Ekkert þátttökugjald.