Skip to main content

Kosning nýs formanns

By 2. september 2013desember 13th, 2016Fréttir

Kæru félagsmenn

Þar sem upp hefur komið sú staða að Svanhildur Anna Magnúsdóttir, sem kjörin var formaður Krafts í vor, hefur sagt sig frá formennsku félagsins þá verður haldin auka aðalfundur þann 11.september. Dagskrá fundarins verður kjör nýs formanns. Formaður Krafts er kjörinn til tveggja ára í senn.

Fundur verður haldinn í Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1.hæð. Fundurinn hefst kl. 20.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að gefa kost á sér í gefandi starf, í góðum félagsskap og fyrir gott málefni. Framboð óakstast tilkynnt til formanns fyrir miðvikudaginn 11.september. Frekari upplýsingar gefur Hulda í gegnum netfangið formadur@kraftur.org og í síma 847-8352.

Leave a Reply