Skip to main content

Krabbameinsáætlun til ársins 2030

By 29. janúar 2019mars 25th, 2024Fréttir

Í frétt sem birtist á vef stjórnarráðsins í þessu segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögur ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum 2013-2016.

Kraftur tekur þessu fagnandi þar sem löngu var orðið tímabært að vinna upp úr tillögum ráðgjafarhópsins að krabbameinsáætlun fyrir landsmenn.  Virk krabbameinsáætlun er heildræn stefna stjórnvalda til að skerpa sýn og stilla saman strengi allra sem eiga þátt í baráttunni við krabbamein. Með auknum

Í fréttum Stöðvar 2 í nóvember á síðasta ári ítrekaði Hulda framkvæmdastjóri félagsins mikilvægi þess að Ísland væri með virka krabbameinsáætlun.

Krabbameináætlunin sé nauðsynlegt verkfæri til að hafa góða yfirsýn yfir hvað má betur fara. Skammarlegt sé að tveggja ára vinna helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum sé ekki að skila sér og einfaldlega látin daga uppi. Það er því skýr afstaða félagsins að við viljum að ráðuneytið taki krabbameinsáætlunina til álykta og vinni úr þeim tillögum sem hópurinn skilaði af sér árið 2015. Það þarf að koma tillögunum til framkvæmda.

Ráðherra hefur ákveðið að gildistími áætlunarinnar verði framlengdur til ársins 2030, til samræmis við tillögur til þingsáætlunar um heilbrigðisstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi.

Skýrsla ráðgjafarhópsins með tillögu að íslenskri krabbameinsáætlun var skilað til ráðuneytisins í maí 2016 en formleg afstaða til framkvæmdar þeirra verkefna sem áætlunin tekur til hefur ekki verið tekin fyrr en nú.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðuneytið taki að sér verkefnastjórn til að vinna að framgangi áætlunarinnar og vinni að framkvæmdinni í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og aðra aðila sem hlut eiga að máli. Markmiðum og tilheyrandi aðgerðum/árangursviðmiðum krabbameinsáætlunarinnar verður forgangsraðað og ábyrgð á framkvæmd þeirra komið til þeirra stofnana sem augljóslega gegna meginhlutverki í framkvæmd þeirra. Áætlunin verði jafnframt tekin til skoðunar við gerð fjármálaáætlunar á ári hverju, segir á síðu stjórnarráðsins.

„Við hjá Krafti munum leggja okkar að mörkum til að krabbameinsáætlunin verði innleidd og verðum ráðuneytinu sjálfsögðu innan handar til að koma þessu til framkvæmda“, segir Hulda að lokum.