Skip to main content

Krafts-blaðið komið út

By 12. maí 2016mars 25th, 2024Fréttir

Krafts-blaðið er komið út. Meðal efnis í blaðinu er viðtal Bergljótar Davíðsdóttur við systkinin Söndru, Indriða Hrannar og Bjarndísi Helgu um móðurmissi fyrir nokkrum árum, viðtal Orra Páls Ormarssonar við Kristínu Þórsdóttur, sem er gift ungum manni, sem greinst hefur tvisvar með heilakrabbamein, og umfjöllun um átakið #shareyourscar. Hlín Axelsdóttir skrifar einnig athyglisverða grein um hvernig það sé að eiga krabbameinsgreindan kærasta. Þá er grein eftir Gunnjónu Unu Guðmundsdóttur, félagsráðgjafa, um réttindamál krabbameinsgreindra og fréttir af starfsemi félagsins á síðasta ári, m.a. af sumargrilli, aðventuhátíð og fl. Ritstjóri blaðsins er að þessu sinni Orri Páll Ormarsson. Blaðið er  þegar komið í dreifingu en þeir sem vilja nálgast það sérstaklega geta fengið eintak á skrifstofu Krafts, Skógarhlíð 8, Reykjavík.