Skip to main content

Krafts-félögum boðið í bröns í Þrastalundi!

By 27. júní 2017mars 25th, 2024Fréttir

Þrastalundur býður félagsmönnum í í bröns í júlímánuði næstkomandi. Hver félagsmaður má taka með sér allt að þrjá gesti og gildir þetta góða tilboð föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 11.00 – 16.00.

Ef félagsmenn Krafts vilja nýta ykkur þetta tilboð þarf að senda póst á hulda@kraftur.org og tilgreina nafn og kennitölu félagsmanns Krafts og fjölda gesta.

Nauðsynlegt er að gera boð á undan sér í Þrastarlundi og panta borð í síma: 779-6500. Tilgreina fjölda og að pöntunin sé á vegum Krafts. Þegar mætt er á staðinn liggur fyrir nafnalisti frá Krafti og þarf því aðeins að gefa upp nafn og kennitölu.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að nýta sér þetta rausnarlega tilboð og skrá sig sem allra fyrst – því fyrstir koma – fyrstir fá. Þá viljum við beina þeim tilmælum til þeirra sem þurfa einhverra hluta að hætta við, eftir skráningu, að láta okkur hjá Krafti vita tímanlega.

Verði ykkur að góðu!