Skip to main content

Kraftsblaðið 2022 er komið út

Kraftsblaðið okkar er komið út. Það er stútfullt af áhugaverðum greinum, viðtölum og öðru efni. Má þar nefna viðtal við Egil Þór Jónsson sem er fyrstur Íslendinga til að vera sendur í Car-T-Cell meðferð frá Landspítalanum til Svíþjóðar. Líf hans gjörbreyttist á einni nóttu þegar hann greindist með krabbamein. Hann var þá þrítugur, í sambúð og átti von á sínu öðru barni.

Við skyggnumst aftur inn í líf Önnu Drafnar og Hjörleifs sem voru í síðasta tölublaði af Krafti en Anna var þá nýbúin að greinast aftur með krabbamein. Við sjáum hvernig staðan er hjá þeim í dag. Við förum líka yfir Blóðskimun til bjargar sem er þjóðarátak gegn mergæxlum. Félagsmaður í Krafti segir einnig frá reynslu sinni og þeim áskorunum sem einstaklingar sem greinast með krabbamein standa frammi fyrir þegar kemur að atvinnuleit og atvinnuviðtölum.

Blaðið er einnig með greinum sem snúa að brjóstaskimun, hvernig það er að eiga mömmu eða pabba með krabbamein, tannskemmdum sem síðbúnum afleiðingum krabbameinsmeðferða sem og öðru fræðandi efni. Við förum að sjálfsögðu líka yfir ýmist starf hjá Krafti sem hefur verið í gangi undanfarið ár.

Blaðinu verður dreift á þó nokkrar N1 stöðvar um land allt og getur fólk gripið það með sér, ýmsar heilbrigðisstofnanir landsins fá einnig blað til sín sem og félagsmenn Krafts og fleiri. Blaðið má lesa hér á netinu í heild sinni en ekki hika við að senda okkur tölvupóst ef þú vilt fá blaðið sent til þín.

Blaðið er ein af fjáröflunarleiðum félagins og erum við þakklát öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu okkur með auglýsingu eða styrkarlínum.

Eftirfarandi sáu um blaðið í ár:

  • Ábyrgðarmenn og ritstjórar: Laila Sæunn Pétursdóttir og Inga Bryndís Árnadóttir
  • Ritstjórn: Anna Margrét Björnsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir
  • Umbrot: Hrefna Lind Einarsdóttir
  • Forsíðumynd: Baldur Kristjáns
  • Prófarkalestur: Guðlaug Birna Guðjónsdóttir
  • Prentun: Prentmet-Oddi ehf.