Skip to main content

Kraftur á Grænahrygg

Dagana 25.-27. júlí fór hópur félagsmanna Krafts í æðislega göngu að Grænahrygg með Midgard Adventure.
Um var að ræða dagsgöngu um náttúruundur Torfajökuls og Landmannalauga þar sem gengið var í hlíðum Skalla, um Uppgönguhrygg, í Hattver, Jökulgil og að Grænahrygg.
Hópurinn naut sín einnig vel með veitingum og drykkjum í Landmannalaugum og fékk að gista á Midgard Base Camp næturnar fyrir og eftir gönguna.
Ferðin var yndisleg þökk sé frábærum hópi, fallegu landslagi og góðum gæðastundum.
Takk allir göngugarpar og Midgard Adventure fyrir þessa ferð 🧡
Hér má sjá nokkrar góðar myndir sem voru teknar í ferðinni: