Skip to main content

Kraftur fær myndarlegan styrk frá Pokasjóði Hagkaups

By 22. júní 2015mars 25th, 2024Fréttir

Kraftur hefur alla tíð notið velvildar hinna ýmsu fyrirtækja sem hafa styrkt félagið á myndarlegan hátt. Kraftur byggir afkomu sína á slíkri velvild og því er þessi styrkur afar kærkominn. Hann mun nýtast félaginu m.a. til að halda úri Stuðningsneti Krafts, til útgáfustarfsemi og reksturs Neyðarsjóðs Krafts sem styrkir unga félagsmann sína, sem greinst hafa með krabbamein, til þess að standa straum af kostnaði vegna lyfja og lækniskostnaðar. Kraftur þakkar Gunnari Inga Sigurðssyni og Hagkaup innilega fyrir þennan rausnarlega styrk sem kemur sér afar vel fyrir félagið.