Skip to main content

Kraftur fékk fallega gjöf

Krafti var að berast ótrúlega falleg gjöf frá fjölskyldunni á B12 eins og hún kallar sig. En þau voru rétt í þessu að gefa okkur eina milljón króna til stuðnings félaginu og starfsemi þess. Í dag eru tvö ár liðin frá því að einn meðlimur fjölskyldunnar féll frá vegna krabbameins og var það ósk viðkomandi að styrkja Kraft um þessa fjárhæð.

„Það er svo yndislegt að fólk skuli hugsa til okkar með þessum hætti. Á tímum sem þessum er alltaf erfiðara að safna fjármunum fyrir góðgerðarmál en einmitt núna skipta fjárstyrkir enn meira máli þegar skórinn kreppir að í öllu þjóðfélaginu,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. „Fjölskyldan á B12 vill ekki láta nafn síns getið en við erum svo óendanlega þakklát fyrir þennan stuðning,“ segir Hulda enn fremur.

Ef þú vilt leggja Krafti lið þá er hægt að gera það með t.d. stökum styrkjum sem þessum eða mánaðarlegum greiðslum. Sjá nánar hér en þannig getur þú hjálpað okkur að hjálpa öðrum.