Skip to main content

Kraftur fer í torfæru í Ameríku.

„Torfærulið Ingvars Jóhannessonar / Víkingurinn tók þátt í Ameríkukeppni íslenskrar torfæru sem haldin var  í Dyersburg, Tennessee þann 7.-9. Október 2022.

Ingvar ákvað að leggja Krafti lið með því að bjóða Krafti auglýsingarfleti bílsins án endurgjalds til að vekja athygli á málefni ungs fólks með krabbamein og aðstandenda þeirra. Víkingurinn setti einnig upp söfnun til styrktar Krafti þar sem auglýsingarflötur á toppi bílsins var seldur á uppboði til Detail Island og bolir til styrktar Krafti seldir í ferðinni og rann allur ágóði af sölu þeirra óskiptur til Krafts.

Víkingnum gekk vel í keppninni og endaði í öðru sæti af þeim 16 íslensku bílum sem kepptu ytra.

Í dag afhenti Ingvar Krafti 300.000kr afrakstur söfnunar Víkingsins og samstarfsaðila, Detail Island, Mannvit og KH Vinnufata.“

Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta frábæra framtak.

Hér er Stefán framkvæmdastjóri Krafts að taka á móti styrknum frá Svavari og Ingvari.