Skip to main content

Kraftur hlýtur góðan styrk frá Hrossarækt og Aurora styrktarfélagi

By 11. apríl 2016nóvember 24th, 2016Fréttir

Aurora styrktarfélag hefur árlega síðustu níu árin styrkt hin ýmsu góðgerðarfélög með rausnarlegum hætti. Fulltrúi Krafts, Ragnheiður Davíðsdóttir, mætti fyrir hönd félagsins á stóðhestasýninguna og kynnti félagið við upphaf dagskrárinnar. Þá var Kraftur með kynningarbás í anddyri sýningahallarinnar. Á Landsmóti hestamanna í sumar verður styrkurinn afhentur formlega og mun fulltrúi Krafts mæta á landsmótið í þeim erindum. Við hjá Krafti erum afar ánægð með þennan styrk. Kraftur  þakkar Hrossarækt og Auroru styrktarfélagi af alhug þann hlýhug sem birtist í þessum rausnarlega styrk sem kemur sér vel til að halda áfram að styja við bakið á ungu krabbameinsveiku fólki og aðstandendum þess.

Leave a Reply