Skip to main content

Kraftur leitar að starfsmanni fyrir norðan

By 7. október 2020Fréttir

Kraftur leitar að starfsmanni, í verktakavinnu til að hafa umsjón með NorðanKrafti, stuðningshópi  fyrir unga krabbameinsgreinda (45 ára og yngri). NorðanKraftur er staðsettur á Akureyri og þjónustar félagsmenn Krafts á því svæði og nágrenni. Hópurinn er samstarfsverkefni Krafts og KAON (Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis).

Helstu verkefni starfsmanns eru:

 • Umsjón með starfsemi NorðanKrafts í samvinnu við Kraft og KAON
 • Koma að þróun á starfsemi NorðanKrafts með það að leiðarljósi að koma á móts við þarfir ungra krabbameinsgreindra og aðstandenda.
 • Umsjón með skipulagningu á viðburðum NorðanKrafts
 • Almennri upplýsingagjöf og þjónustu við félagsmenn á Akureyri og nágrenni.
 • Annast önnur tilfallandi verkefni fyrir félagið á Akureyri

Við leitum að starfsmanni með:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góða samstarfshæfileika
 • Kostur er að viðkomandi haf reynslu af málefninu
 • Áhuga á málefnum ungra krabbameinsgreindra og aðstandenda
 • Ríka þjónustulund og samkennd
 • Góða tölvukunnáttu og reynslu í notkun samfélagsmiðla
 • Skilyrði er að viðkomandi sé reyklaus

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts í síma 866-9600.

Umsókn ásamt ferilskrá sendist til hulda@kraftur.org.

Umsóknarfrestur er til og með 12.október 2020. 

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-45 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Kraftur veitir félagsmönnum sínum andlegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning, miðlar upplýsingum um réttindi sjúklinga og aðstoðar þá við að komast út í lífið aftur eftir veikindin.

 

Leave a Reply